Frumkvöðlar á vörumessu
02.04.2009
Frumkvöðar úr FSu tóku þátt í vörumessu í Smáralind föstudag og laugardag í síðustu viku. Annað fyrirtækið kynnti og seldi próteinríkan skyrdrykk og hárspangir. Hinn hópurinn var með heljarinnar hrút hjá sér í básnum enda seldu þau lopapennaveski sem þau kenna við þekkta hrúta. Pennaveskin voru meðal annars hönnuð í samvinnu við kennara og nemanda í THL136 (textílhönnun).
Öll framkvæmd, uppsetning og vinna við sölubásana í Smáralindinni var í höndum nemendanna sjálfra og liður í náminu í áfanganum við að þróa viðskiptahugmynd og koma henni í framkvæmd. Nemendur gerðu það með sóma og augljóst að metnaður ríkir meðal ungra frumkvöðla við skólann.