FSu 30 ára!



Afmælisdagskrá 13. september 2011


Þriðjudagur 13. sept:

8:00                       Jasstríó leikur ljúfa tónlist í anddyri skólans. Gestabók, kertaljós og kósí...

8:15                       Mæting í stofur: Manntal og undirbúningur dags. (Nemendur undirbúa daginn með kennurum).

8:30                       Afmælisdagskrá: Setning skólameistara og formanns nemendaráðs.

9:00                       Skrúðganga: Gamla hlaupabrautin (Þór Vigfússon sér um leiðsögn), (hestar), lúðrasveit, akademíur mæta í búningum. Hér geta allir klæðst gulu!! Sögustund við hverja kennslustöð þar sem fjallað verður lítillega um sögu skólans - hlaupabrautina.

10:00                     Afhjúpun skiltis: Nemendur á vegum nemendaráðs afhjúpa.

10:15                     Afmælissöngur.

Heilsueflandi framhaldsskóli: Útnefning (Héðinn S. Björnsson, Geir Gunnlaugsson landlæknir).

Morgunmatur: Í boði fyrirtækja á svæðinu.

11:15 - 15:00       Opið hús og uppistand: Karnivalstemning og stuð. Nemendur og starfsfólk sjá um dagskrá. Ýmsir atburðir kynntir jafnóðum af kallara sem fer um skólann (Ármann Hafsteinn Ingunnarson), m.a. ,,The Assassin of a Beautiful Brunette", trúbadorar, lifandi flutningur, fótboltakeppni, allt að gerast í kennslustofum í Odda, Hamri og Iðu.
Afmælisleikur – vegleg verðlaun.

Kaffi og kleinur allan daginn :-)

13:25                     Manntal skv. stundaskrá.

14:00                     Parísarfarar, Kór FSu tekur nokkur lög.

15:00 – 15:30      Sungið og dansað: Þjóðlagasveitin Korka leikur.

15:30                     Afmælisterta

16:00                     Rútur fara heim með þá sem vilja.

18:00 - 20:00       Kjötsúpa. Jazztríó skólans leikur „dinner“ tónlist.

20:00                     Hátíðahöld með veislustjórum. Skemmtiatriði og fjör, ávörp, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga, Kór FSu syngur og síðan taka Dúxarnir við (þ.e. meðlimir ýmissa hljómsveita m.a. Skítamórall, Á móti sól og Einar Bárðarson) Ekki eru rútuferðir um kvöldið.

Miðvikudagur 14. sept:

Kennarar og nemendur mæti kl. 11:05 í tiltekt og frágang. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá kl. 13:25.