FSu á BETT
18.01.2011
Í liðinni viku sóttu sjö kennarar úr FSu hina árvissu BETT-sýningu í London. Að venju var hún haldin í Olympia-sýningarhöllinni sem byggð var á 19. öld og upphaflega ætluð fyrir landbúnaðarsýningar. Sýningin hófst miðvikudaginn 12. janúar og stóð í fjóra daga. Þar komu saman um 700 sýnendur hvaðanæva úr heiminum og kynntu framleiðslu sína og þjónustu fyrir um 30.000 gestum. Fróðlegt var að sjá allan þann aragrúa fyrirtækja og stofnana sem starfar á sviði kennslu og skólastarfs og greinilegt að einhverjir skólar eiga peninga til að halda þessum iðnaði gangandi. Sjá nánar á vef og í fréttabréfi sýningarinnar.