FSu í Bikarúrslit!
20.02.2015
FSu unglingaflokkur karla í körfuknattleik keppir til úrslita við lið Njarvíkur í bikarkeppni KKÍ, sunnudaginn 22. febrúar í Laugardalshöll.
Lið FSu komst í úrslit með sigri á liði Hauka í undanúrslitaleik sl. miðvikudag 96-84.
Leikurinn á sunnudag hefst kl. 18 og eru allir hvattir til að mæta og hvetja okkar menn. Mögulegt verður að fylgjast með leiknum á http://sporttv.is/ .
Þjálfari liðsins er Erik Olson.
Áfram FSu!