FSu í Boxið
Lið F.Su. er eitt af 8 liðum úr jafnmörgum framhaldsskólum sem komin eru í úrslit í Boxinu – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, en það er keppni sem Samtök iðnaðarins ásamt Háskólanum í Reykjavík standa fyrir. Lið F.Su. mun því taka þátt í aðalkeppninni í HR, laugardaginn 8. nóvember kl. 9-17. Ásamt F.Su komust lið frá þessum skólum áfram: Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn í Reykjavík, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Flensborgarskóli, Kvennaskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn við Sund.
Alls tóku 26 lið frá 14 skólum þátt í keppninni en aðeins eitt lið frá hverjum skóla kemst áfram í aðalkeppnina. Forkeppnin fólst að þessu sinni í tveimur þrautum sem leysa varð samhliða á 30 mínútum, annars vegar tölvuþraut sem byggðist á 20 borðum og hins vegar að byggja vita úr 4 rúllum af álpappír, mæla hæð hans og mestu breidd og tendra kertaljós á toppi vitans sem loga þurfti í 60 sekúndur áður mælingar fóru fram.
Lið F.Su. skipa þau Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir, Erlendur Ágúst Stefánsson sem einnig er liðsstjóri, Halldóra Íris Magnúsdóttir, Magnús Ágúst Magnússon og Sverrir Heiðar Davíðsson.
Umsjónarmaður hópsins er Ágústa Ragnarsdóttir, myndlistakennari.
Á myndinni má sjá lið FSu frá því í fyrra spreyta sig í þraut, en Lis FSu lenti í 3. sæti í Boxinu í fyrra.