FSu í forritunarkeppni
Hin árlega Forritunarkeppni framhaldsskólanna var haldin 27. mars í nýjum húsakynnum HR í Nauthólsvík. Alls tóku 5 lið þátt í Alpha deild, 7 í Beta deilld og 16 í Delta deild. Forritunarkeppnin er keppni fyrir alla nemendur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölvum. Liðið sem sigraði Alpha deildina var skipað Jónatan Óskari Nilssyni, áður í FSu en nú Tækniskólanum, Gabríel Arthúr Péturssyni FSn (sem numið hefur forritun við FSu) og Sveini Fannari Kristjánssyni úr Tækniskólanum. Þrjú lið frá FSu og MH (eitt frá hvorum skóla og svo eitt sameinað lið) tóku þátt í Delta deild keppninnar og höfnuðu þau í 5. 10. og 14. sæti. . Þátttaka í keppninni er lærdómsrík og æskilegt er að sem flestir forritunarnemendur taki þátt í keppninni, ekki eingöngu í von um sigur heldur til að öðlast forritunarreynslu og vera með.