FSu í Riga
Þessa viku er hópur frá FSu, 3 nemendur og 2 kennarar í Riga, Lettlandi að vinna að Erasmus+ flóttamannaverkefni. Það er þriggja ára samstarfsverkefni milli skóla frá Lettlandi, Tékklandi, Ítalíu, tveggja skóla í Grikklandi og FSu. Verkefnið gengur út á að rannsaka orsakir flóttamannastraumsins, skoða afleiðingar hans, vinna með flóttamönnum í þátttökulöndunum, sérstaklega börnunum, safna og búa til listmuni, bæði sem eru unnir af flóttamönnum og einnig nemendum undir áhrifum af flóttamannastraumnum og fræða nemendur og almenning. Þessi vika hefur verið annasöm og hópurinn lagt mikið á sig við vinnu að verkefninu. Hægt og rólega er verið að safna efni á vefsíðu verkefnisins, bridgesbetweenus.com en loka hnykkur verkefnisins verður sýning á afrakstrinum í Prag vorið 2019.