FSu í undanúrslit í Gettu betur
28.02.2010
Lið FSu sigraði lið FB í Gettu betur síðastliðið laugardagskvöld. Lokatölur urðu 23:21. Okkar menn komust í 17:13 eftir hraðaspurningar og höfðu forystu alla keppnina. Undir lokin varð viðureignin hins vegar æsispennandi þegar Breiðhyltingar gátu stolið sigrinum með því að fínpússa svar okkar manna við fótboltaspurningu. Það tókst hins vegar ekki og FSu sigraði sem áður sagði. Til hamingju, strákar.