FSu í útrás
03.02.2009
Fimmtudagskvöldið 29. janúar fóru Agnes Ósk náms- og starfsráðgjafi og Örlygur Karlsson skólameistari í heimsókn í Laugalandsskóla í Holtum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna allt það fjölbreytta námsframboð og félagslíf sem FSu hefur upp á að bjóða fyrir 9. og 10. bekkingum Laugalandsskóla og forráðamönnum þeirra. Heimsóknin tókst vel í alla staði og ættu nemendur og forráðamenn þeirra að vera margs vísari um skólann.