FSu komið áfram í Morfís
18.01.2014
Morfíslið FSu vann lið Borgarholtsskóla á föstudag. Lið FSu vann með 202 stiga mun. Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir í liði FSu var ræðumaður kvöldsins. Umræðuefnið var "Heimur án landamæra" og talaði lið FSu á móti efninu. Dregið verður í 8 liða úrslit 25. janúar. Á myndinni má sjá lið FSu frá vinstri séð: Jóna Guðbjörg Guðmundsdóttir, Esther Hallsdóttir, Magnús Ágúst Magnússon og Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir. Myndina tók Hermann Snorri.