FSu sigraði í fyrstu umferð Gettu betur
10.01.2019
FSu sigraði Menntaskólann á Egilsstöðum í fyrstu umferð Gettu betur á mánudag, en lokatölur voru 19-16. ME leiddi eftir hraðaspurningar, en FSu náði forskoti fljótlega í bjölluspurningum og hélt því naumlega út keppnina. FSu mætir Menntaskólanum á Ísafirði í annarri umferð mánudaginn 14. janúar kl.19:30, en sigurlið þeirrar umferðar komast áfram í 8-liða úrslit sem fram fara í sjónvarpinu. Lið FSu er skipað þeim Sólmundi Magnúsi Sigurðarsyni, Svavari Daðasyni og Guðnýju Von Jóhannesdóttur. Þjálfarar liðsins eru Stefán Hannesson og Jakob Heimir Burgel, og þeim til aðstoðar eru Hrafnhildur Hallgrímsdóttir og Hannes Stefánsson.