FSu úr leik í Gettu betur
27.01.2014
Lið FSu í spurningakeppninni Gettu betur varð að lúta í lægra haldi fyrir liði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Lið FVA sigraði með 16 stigum gegn 13 stigum FSu. Hægt verður að fylgjast með Gettu betur í sjónvarpinu, en keppnin verður á dagskrá á föstudögum á RÚV.