Fulltrúar Haxa kynna líffræðinám við HÍ
27.02.2011
Þau Ragnhildur Friðriksdóttir og Holger Páll Sæmundsson, líffræðinemar við HÍ og fulltrúar í stjórn Haxa, Hagsmunafélags líffræðinema, komu á fimmtudag í kennslustundir í Líf 103 (lífeðlisfræði) og Líf 203 (erfðafræði) og kynntu líffræðinám við HÍ fyrir nemendum FSu. Kynningin var afar vönduð og vel tókst að glæða áhuga nemenda á líffræði. Hvorki hafði þau órað fyrir þeim fjölbreytileika sem er að finna innan líffræðinnar né þeim mörgu atvinnumöguleikum sem bjóðast á meðan á námi stendur og ekki síður að því loknu.