Fundað í verknáminu
04.12.2010
Miðvikudaginn 1. desember var fundur stjórnenda skólans með verknámskennurum í Hamri. Á fundinum var meðal annars rætt um forsendur vegna vals nemenda og námsleiðir og aðstoð fyrir slaka nemendur. Einnig voru byggingamálin til umfjöllunar, en stjórnendur skólans og sveitarstjórnarmenn hafa um nokkurt skeið reynt að fá ríkið til samstarfs um að bæta verknámsaðstöðu skólans. Þá voru fjármálin reifuð og áréttað að á tækjalista skólans er aðeins eitt verkfæri sem endurnýja má og brýna reglulega; það er niðurskurðarhnífurinn.