Fyrirlestur um afrekshugsun
16.03.2018
Ólafur Stefánsson, einn besti handknattleiksmaður sögunnar og fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, kom í heimsókn í handknattleiksakademíu FSu í liðinni viku. Hann hélt fyrirlestur fyrir nemendur þar sem hann fjallaði um sýn sína á afrekshugsun og hvað þyrfti að gera til að skara framúr. Fyrirlesturinn var frábær og krakkarnir munu njóta góðs af. Gaman er að segja frá því að þjálfari Norska kvennalandsliðsins, Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson kíkti við líka, heilsaði upp á nemendur og fylgdist með fyrirlestrinum.