Fyrirlestur um loftslagsmál
28.01.2020
Allir nýnemar í skólanum sóttu fyrirlestur á sal þar sem rithöfundurinn Andri Snær Magnason ræddi um loftslagsmál í víðu samhengi. Tilgangurinn fyrirlestrarins var að nemendur fengju innsýn í málaflokkinn og ólík sjónarhorn. Eftir fyrirlesturinn voru umræður og nemendur gátu spurt spurninga. Í framhaldinu munu kennarar í umhverfisfræði, sem er áfangi sem allir nýnemar þurfa að taka, taka efni fyrirlestrarins fyrir í kennslu.