Fyrsti skóladagur
25.08.2009
Fyrsti skóladagurinn á þessari önn, mánudagurinn 24. ágúst, hófst með því að skólameistari ávarpaði nýnema. Eftir að umsjónarkennarar höfðu frætt þá um fyrirkomulag í skólanum og tölvukennarar leitt þá um völundarhús tölvukerfisins bauð Nemendaráðið þeim í hefðbundið vöfflukaffi í mötuneytinu. Þess má geta að nú eru 222 nýnemar í FSu sem koma beint úr grunnskóla. Eldri nemar komu í skólann kl. 11 og kennsla hófst síðan samkvæmt stundaskrá kl. 13:10.