Gaf þeim sem þurfti
24.04.2009
Örlygur skólameistari og verndari briddssveitar skólans skrapp til Japans um páskana. Heim kominn færði hann sveitinni forláta samurai-spilastokk. Á myndinni tekur Árni Erlingsson, sveitarforingi Tapsárra Flóamanna, en svo nefnist sveitin, við spilunum. Ekki fylgir sögunni hvort hægt sé að nýta spilin til briddsiðkunar.