Garðfuglahelgin 28. - 31. janúar
Núna um helgina (föstudagur - mánudags) er árleg garðfuglatalning Fuglaverndar. Þessi viðburður á upphaf sitt sem verkefni í líffræðiáföngum í FSu. Nokkrir framhaldsskólar ásamt fuglaáhugafólki um allt land hafa tekið þátt í verkefninu undanfarin ár. Síðast voru 329 þátttakendur.
Ólafur Einarsson og Örn Óskarsson hafa frá upphafi haft umsjón með og séð um skipulagningu verkefnisins. Þeir hafa unnið fræðsluvef um garðfugla, Garðfuglavefinn Þar eru upplýsingar um helstu tegundir garðfugla, fóðrun þeirra og hægt að skrá niðurstöðurnar með því að fara í krækjuna "skrá niðurstöður".
Allir eru hvattir til að taka þátt í garðfuglahelginni, jafnt nemendur sem kennarar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma á föstudaginn 28. jan., laugardaginn 29. jan., sunnudaginn 30. jan. eða mánudaginn 31. jan. og skrá hjá sér hvaða fuglar sjást og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Niðurstöðum er skilað inn með því að skrá þær á Garðfuglavefinn.