Gegnir í nýjum búningi
16.02.2016
Nú gefst notendum kostur á að leita eingöngu í Gegni inn á vefnum leitir.is.
Gegnir er samskrá íslenskra bókasafna sem þýðir að hægt að finna upplýsingar á einum stað um allar bækur sem til eru á íslenskum bókasöfnum. Þar er einnig skrá yfir íslensk tímarit og tímaritsgreinar, skýrslur, lokaritgerðir háskólanema, tónlist og myndefni.
Vefurinn www.leitir.is verður sem fyrr leitarvél fyrir öll íslensk bókasöfn, Sarp og erlend gagnasöfn. Auðvelt er að skipta á milli leita á gegnir.is eða leitir.is og er það gert með sérstökum flipa inn á vefsíðunni leitir.is