Gengið á Bjarnarfell

Að skóla loknum þann 2. september fóru 26 nemendur úr útivistaráfanganum ÍÞR3Ú1 í göngu á Bjarnarfell í Ölfusi ásamt kennara sínum Sverri G. Ingibjartssyni. Gangan gekk greiðlega upp, en á niðurleiðinni urðu nokkrar tafir vegna fjölda bláberja sem urðu á vegi hópsins. Veðrið var milt og gott og freistandi að slóra aðeins og komu því margir berjabláir heim. Skoða má fleiri myndir úr göngunni á myndasíðu skólans.