Gengið á Eyjafjallajökul
Nokkrir vaskir nemendur, ásamt kennurum gengu á Eyjafjallajökul, 26. apríl sl. en það er hluti af valáfanga við skólann. Dagurinn var tekinn snemma og keyrt austur að Seljavallalaug þar sem gangan hófst og var förinni heitið á Hámund (1666 m) sem er hæsti toppur jökulsins. Gangan upp gekk mjög vel enda göngufærið gott og hörkuduglegir nemendur þarna á ferð. Það voru því kátir nemendur sem náðu á toppinn og nutu einstakrar veðurblíðu og útsýnis. Eftir gott stopp á toppnum var lagt af stað niður. Á niðurleiðinni komust nemendur af því af hverju er mikilvægt að ganga bundin í línu á jökli, þar sem stór sprunga varð á vegi okkar sem þurfti að krækja fyrir. Það voru mjög þreyttir nemendur sem settust upp í rútu þegar niður var komið en flest allir voru þeir ánægðir með ferðina og afrek dagsins.