Gengið á hælinu frumsýnt

Leikfélag NFSu frumsýndi í lvikunni við góðar undirtektir gamanleikinn Gengið á hælinu eftir Júlíus Júlíusson í leikstjórn Hafsteins Þórs Auðunssonar. Um er að ræða bráðskemmtilegt leikrit þar sem fólkið á hælinu tekur til sinna ráða þegar hin ráðríka Fröken M hyggst loka hælinu.

Leikhópurinn ætlar að bregða undir sig betri fætinum og ferðast með verkið og sýna á Sólheimum, Flúðum og í Borgarnesi, en einnig verður sýnt í hátíðarsal FSu. Er þetta í fyrsta sinn sem leikfélag nemendafélagsins ferðast með leiksýningu.

Næstu sýningar eru eftirfarandi:

Á Sólheimum sunnudaginn 8. Mars kl.17

FSu þriðjudaginn 10. Mars kl.20

FSu laugardaginn 14. Mars kl.20

Borgarnesi laugardaginn 21. Mars kl. 20

Flúðum föstudaginn 27. Mars kl. 20

Hægt er að panta miða í s: 694-7285,  í tölvupósti helgihjalta@gmail.com eða senda skilaboð á feisbúkksíðu leikfélagsins.