Gengið á Mosfell
30.08.2015
Nemendur í útivist og fjallgöngum fóru í sína fyrstu fjallgöngu á önninni. Farið var að loknum skóla föstudaginn 28. ágúst. Gengið var á Mosfell í Grímsnesi en það er um 250 m hátt og nokkuð þægilegt í uppgöngu. Næsta ganga verður farin föstudaginn 11. september. Þá verður gengið á Reykjafjall við Hveragerði. Fleiri myndir af göngunni má finna á fésbókarsíðu skólans.