Gestahús risið
13.02.2009
Hamarshögg hafa hljómað um skólalóðina undanfarna daga. Skýringin á þessu er nú fundin. Nemendur í TIH 10 (Timburhús) eru að smíða gestahús undir leiðsögn kennaranna, Kristjáns Þórðarsonar og Jóns S. Gunnarssonar. Byrjað var að reisa húsið í síðustu viku við Hamar og í þessari viku náðu drengirnir að koma húsinu undir þak.
Húsið er 25 fermetrar að stærð, með eldhúsinnréttingu, baðherbergi og svefnplássi fyrir allt að 6 manns. Stefnt er að því að fullklára það í vor og verður það þá selt. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja minnka við sig í kreppunni.