Gestakennari í fimleikum
30.11.2009
Á dögunum fengu stelpurnar í Fimleikaakdemíunni til sín góðan gest þegar trampólínsnillingurinn Jacob Melin kom og kenndi þeim takta og tækni á trampólíni. Jacob er þekktastur hér á landi fyrir ótrúleg stökk á trampólíni. Hann var sá fyrsti á Íslandi til að keyra þrefalt heljarstökk í keppni og sýndi nú nýverið slíkt stökk með einni og hálfri skrúfu, sem er magnað þegar lent á hörðu undirlagi. Jacob þjálfar hjá íþróttafélaginu Gerplu og keppir með strákaliði Gerplu í hópfimleikum. Jacob sigraði einstaklingskeppni á trampólíni í Svíþjóð á þessu ári en Svíar eru mjög framarlega í trampólínstökkum.
Þessi tími vakti mikla lukku meðal stúlknanna og hyggst hann koma aftur í heimsókn í byrjun komandi árs. Þetta var í fyrsta skipti sem hann kemur á Selfoss í æfingahúsnæði fimleikanna og fannst honum það vel tækjum búið og lýsti hrifningu sinni á fimleikaakdemíu Fjölbrautaskóla Suðurlands.