Gestkvæmt við vígslu Hamars
Nýtt verknámshús, nýji Hamar, var vígður formlega í dag við hátíðlega athöfn að viðstöddum mennta- og menningamálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni sem afhenti skólameistara, Olgu Lísu Garðarsdóttur lykil að byggingunni. Séra Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur Selfosskirkju blessaði húsið og Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga tók til máls. Héraðsnefnd Árnesinga afhenti skólanum peningagjöf til kaupa á trágróðri til plöntunar á lóð hússins.
Sama dag var um að vera í skólanum, þar sem Starfamessa var haldin í FSu þar sem um 30 fyrirtæki kynntu starfsemi sína.
Starfamessan miðar að því að kynna fyrir nemendum 9. og 10. bekkjar grunnskóla og nemendum á 1. og 2. ári í framhaldsskólum á Suðurlandi störf á sviði iðn-, verk- og tæknigreina ásamt starfsumhverfi og fyrirtæki í landshlutanum þar sem fólk með slíka menntun starfar. Áhersla er lögð á að nemendurnir öðlist innsýn í áðurnefnd störf og mögulegar námsleiðir að þeim störfum.
Fleiri myndir af Starfamessu og vígslu nýja Hamars má finna á fésbókarsíðu skólans.