Gettu betur - Áfram FSu!
22.02.2012
Föstudaginn 24. febrúar mun Gettu betur lið FSu etja kappi við lið Verslunarskóla Íslands í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Útsendingin hefst kl. 20.10 og eru allir hvattir til að setjast sem fastast við skjáinn og fylgjast með. Stór stuðningsmannahópur á vegum nemendafélagsins mun fylgja liðinu til Reykjavíkur. Lið FSu er skipað þeim Gunnlaugi Bjarnasyni, Eyþóri Heimissyni og Gísla Þór Axelssyni.
Í vikunni hitaði liðið upp með því að keppa við lið kennara. Keppnin var æsispennandi og endaði í jafntefli og bráðabanaspurningu sem nemendur náðu að svara og mörðu fram sigur. Lið kennara var skipað þeim Sigursveini Sigurðssyni, Má Ingólfi Mássyni og Gunnþórunni Klöru Sveinsdóttur.