Gettu betur hafið
11.01.2014
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er hafin. Lið FSu mætir liði Tækniskólans á morgun, sunnudaginn 12. janúar, kl. 21. Hægt er að hlusta á keppnina á Rás 2. Lið FSu skipa Hrafnhildur Hallgrímsdóttir, Bogi Pétur Thorarensen og Ingibjörg Hjörleifsdóttir. Liðsstjóri er Hannes Stefánsson, kennari.