Gettu betur hefst í janúar
Línur eru farnar að skýrast varðandi Gettu betur á næsta ári. Mikil óvissa var um það hvort keppnin myndi fara fram á næsta ári, en RÚV gaf út tilkynningu s.l. föstudag þess efnis að halda ætti keppnina með hefðbundnu sniði, en þó með fyrirvara um breytingar vegna Covid. Fyrsta umferð hefst 4. janúar og verður send út á RÚV Núll. Ekki hefur verið gefið út hvenær dregið verður fyrir umferðina.
Miðvikudaginn 25. nóvember fór fram forval í FSu og í kjölfarið var lið skólans valið. Gettu betur-lið FSu árið 2021 er skipað þeim Ásrúnu Aldísi Hreinsdóttur, Ásthildi Ragnarsdóttur og Hlyni Héðinssyni, en varamaður er Tristan Magni Hauksson. Liðið mun æfa reglulega fram að keppni og spennandi verður að sjá hvaða skóla það mætir í fyrstu umferð. Áfram FSu!