Gjöf frá Rafporti
07.02.2011
Í tengslum við síðustu útskrift færði fyrirtækið Rafport ehf. í Kópavogi skólanum rausnarlega gjöf. Um er að ræða 10 svokallaðar aðaltöflur í hús að verðmæti um 700 þúsund krónur. Þessar töflur eru með raforkumæli frá rafveitu og varnarbúnað fyrir raflagnir hússins, svo sem lekaliða og sjálfvör, auk þess sem búnaður fyrir síma og sjónvarpslagnir er í töflunum. Gjöfin mun nýtast vel í áfanganum RAL 303 þar sem m.a. er farið yfir mismunandi útfærslur á spennukerfum og varúðarráðstafanir gegn of hárri snertispennu. Á myndinni afhenda Sigursteinn Óskarsson og Jóhannes Ragnarsson frá Rafporti Örlygi skólameistara og rafgreinakennurunum Þór og Grími gjöfina.