Gjöf frá Vélsmiðju Suðurlands
09.11.2016
Eigendur og fulltrúar Vélsmiðju Suðurlands komu færandi hendi í FSu fyrir stuttu. Þeir gáfu skólanum rafsuðuvél af fullkomnustu gerð auk 8 fullkominna hjálma sem nauðsynlegt er að nota við rafsuðu. Rafsuðuvélin er af Kemppi tegund sem er mjög vandað tæki frá Finnlandi. Rafsuða er kennd í hlífðargassuðuáföngum sem eru hluti af námi í grunndeild málmiðna. Það var framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar, Ólafur Másson ásamt starfsfólki sínu sem færðu okkur gjöfina. Við erum afar þakklát og það munar sannarlega um þessa glæsilegu vél. Á myndinn má sjá gripinn glæsilega, nemendur og kennara á grunndeild mámiðna með fulltrúum Vélsmiðju Suðurlands.