Gjöf til bókasafnsins
06.04.2013
Bókasafni Fjölbrautaskóla Suðurlands barst góð gjöf nú í vikunni frá Ólafi Th. Ólafssyni, fyrrum kennara við skólann. Um er að ræða innbundið heildarsafn blaðsins Harmoníkan, blað harmoníkuunnandans, sem út kom á árunum 1986 til 2001. Auk þess að sinna myndlist og kennslu í áraraðir hefur Óli að eigin sögn verið með harmonikudellu frá unglingsaldri og eignaðist hann sína fyrstu harmoniku sextán ára gamall. Hann hefur verið virkur í félagsstarfi harmonikuunnenda og tók m.a. þátt í að stofna harmonikufélag á Selfossi fyrir rúmum tuttugu árum. Skólinn þakkar þessa fallegu gjöf.