Glæsileg máltíð
30.01.2016
Grunndeild ferða- og matvælagreina bauð námsráðgjöfum skólans í mat síðastliðinn miðvikudag. Boðið var upp á 3ja rétta matseðil. Í forrétt var sveppasúpa með heimabökuðu brauði, gufusoðinn lax með brokkolímauki, soðnum kartöflum, gulrótar julienne og Hollandaisesósu í aðalrétt og sítrónukaka með rjóma í eftirrétt. Matarboðið tókst í alla staði mjög vel, maturinn var afar bragðgóður og þjónustan frábær. Það voru því saddir og sælir námsráðgjafar í skólanum þann daginn.