Glæsileg sýning Vilhelmínu og Rúnars
Vilhelmína S. Sigurðardóttir og Rúnar Helgi Óskarsson eru nemendur í áfanganum MYND1SA05 og þar hafa þau meðal annars verða að vinna með liti.
Á sýningunni þeirra, sem er á 1. hæð Odda, má sjá verk unnin út frá andstæðum litum og notuðu þau til þess ólík efni, aðferðir og form.
Blár og appelsínugulur: Klippimyndir úr endurunnu efni, sú bláa úr textíl og sú appelsínu gula úr ýmskonar pappírsbútum.
Fjólublár og gulur: Málaðar myndir. Sú fjólubláa (kalda) einkennist af beinum línum og hörðum formum, máluð með svampi með þekjulitum. Sú gula (heita) einnkennist af mjúkum línum og óregulegum formum máluð með vatnsuppleysanlegum pastellitum. Notað er límband til þess
að afmarka form og línur.
Grænn og rauður: Myndir unnar með vatnsþynntri málningu. Sú græna er gerð með hjálp spreybrúsa og við þá rauðu eru
notaðir dropateljarar. Útkoman getur verið bæði afar óregluleg og regluleg, eftir því hver veldur.