Glæsileg veisla

Nemendur í grunnnámi ferða- og matvælagreina buðu gestum í tveggja rétta veislumat í vikunni.

Markmið með veislunni voru fjölþætt, allt frá skipulagningu, samsetningu tveggja rétta, innkaupum, matreiðslu og fleira. Veislan var fyrir 22 gesti þannig að mörgu var að hyggja.
Nemendur elduðu vöðva úr lambahrygg sem þau sjálf úrbeinuðu og bjuggu til soð úr beinunum og í framhaldinu sósu með kjötinu ásamt því sem grænmeti var matreitt eftir sértækum aðferðum. Verkefnið reyndi á samvinnu og tillitssemi, borðalagningu og framleiðslu og margt fleira.10885055 10204327649889496 6822041396254260086 n

Matseðill

Aðalréttur

Pönnusteikt lambafille með Hasselback kartöflum, Julien grænmeti og Bordelaise sósu

Eftirréttur

Tíramísu með kaffi og lakkrísbragði

Kennari er Guðríður Egilsdóttir.