Glæsilegt kennslueldhús komið í notkun
Nýtt faglegt kennslueldhús var opnað í FSu í haust eftir miklar endurbætur. Kennarar og nemendur á Grunnnámsbraut matvæla og ferðagreina ásamt nemendum í valáföngum í bakstri og matreiðslu eru mjög ánægð með nýja kennslueldhúsið sem er mjög vel tækjum búið og öll aðstaða til fyrirmyndar eldhúsið er líka mjög bjart og fallegt.
Grunnám matvæla- og ferðagreina er 70 eininga námsbraut með námslok á 1. hæfniþrepi. Námið skiptist í bóklegar og verklegar faggreinar. Námið er ætlað nemendum sem stefna að því að vinna við ferðaþjónustu eða stefna að frekara námi í matvælagreinum, s.s. matreiðslu, matartækni, bakstri, framreiðslu og kjötiðn, einnig greinum tengdum ferðaþjónustu. Námið er einnig góður undirbúningur fyrir nám í matvælafræði og næringarfræði. Fagmenn í sérgreinum koma að GMF náminu.
Að sögn Guðríðar Egilsdóttur fagkennara við GMF braut reynist eldhúsið mjög vel og sér hún fram á að nú sé komin aðstaða til áframhaldandi kennslu í matvælagreinum á Suðurlandi.