Góð aðsókn að opnu húsi

Fjölbrautaskóli Suðurlands var með opið hús fyrir gesti og gangandi þann 25. mars. Margir lögðu leið sína í skólann til að kynna sér það fjölbreytta nám sem skólinn státar af og rölta um húsakynnin. Gestirnir voru einkum tilvonandi nemendur ásamt foreldrum og forráðamönnum. Starfsfólk var ánægt með aðsóknina og líflegt spjall við fróðleiksfúsa gesti.