Góð byrjun í Gettu betur
15.01.2013
Lið FSu byrjar á fleygiferð í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur, en liðið sigraði lið Menntaskólans við Sund 23- 12 í gær. FSu menn halda ótrauðir áfram og mæta liði Kvennaskólans í Reykjavík í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 19.30. Við hvetjum alla til að stilla á Rás tvö í kvöld og fylgjast með.