Góð gjöf
Nýlega var skólanum afhent vegleg gjöf, umönnunarbekkur fyrir fatlaða, sem mun koma sér vel fyrir nemendur á starfsbraut FSu. Aðstaða til umönnunar fatlaðra í skólanum batnar til muna við þetta, en einnig er búið að útbúa sérstakt salerni á 3. hæð skólans fyrir nemendur með sérþarfir. Bekkurinn er gjöf frá Kvenfélagi Selfoss, Sambandi sunnlenskra kvenna, Soroptimistaklúbbi Selfoss, Zontaklúbbi Selfoss og Kiwanisklúbbnum Búrfelli.
Myndina tók Magnús Hlynur Hreiðarsson við afhendingu gjafarinnar, en á henni eru frá vinstri: Jarþrúður Jónsdóttir, Jósefína Friðriksdóttir, Rosmarie Þorleifsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Helga Hallgrímsdóttir, Hilmar Björnsson, Guðmundur Gylfason, sérkennari, Hörður Ásgeirsson, Ása Nanna Mikkelsen, Örlygur Karlsson og Þórarinn Ingólfsson.