Góð gjöf frá Jötunn vélum
07.12.2016
Föstudaginn 2. desember færðu Jötunn Vélar málmsmíðadeildinni forláta verkfæravagn að gjöf. Allmargir nemendur málsmíðadeildar hafa fengið reynslu við störf hjá Jötunn Vélum.
Vagninn er frá Toptul og er hlaðinn verkfærum, alls 283 mismunandi verkfærum að verðmæti 154 þúsund krónur. Vagnin mun nýtast einstaklega vel í aflvélavirkjun og tengdum greinum.
Það voru þeir Gunnar Biering, verslunarstjóri og Jóhannes Bjarnason, sviðstjóri verslunarsviðs sem afhentu gjöfina fyrir hönd Jötunn Véla.
Kunnum við Jötunn Vélum hinar bestu þakkir fyrir gjöfina.