Góð gjöf frá Vallaskóla
29.09.2014
Fjögur ungmenni úr Vallaskóla komu færandi hendi í vikunni og gáfu skólanum þennan fallega stein sem búið er að mála Fjölbrautaskóla Suðurlands á. Þarna var á ferðinni nemendaráð Vallaskóla og tók Þórarinn Ingólfsson, aðstoðarskólameistari við gripnum.
Á myndinni eru frá vinstri séð þau Anna Júlía Magnúsdóttir, Dagur Snær Elísson, Eva Rún Eiðsdóttir og Gabríel Werner Guðmundsson. ásamt aðstoðarskólameistara