Góð vísindaferð
20.11.2018
Hressir nemendur af véla og rafmagnsdeild skólans fóru nýverið í vísindaferð. Byrjað var á því að heimsækja Kjörís í Hveragerði og fengu nemendur kynningu á starfsemi fyrirtækisins og auðvitað ís að auki. Því næst lá leiðin að Ljósafossvirkjun þar sem nemendur fengu kynningu á á öllum búnaði sem notast er við til þess að beisla vatnsorku og breyta henni í rafmagn. Að því loknu var svo endað í keilu og pítsu í Egilshöll og tóku nemendur þar vel á því og torguðu yfir 70 pítsum. Ferðin heppnaðist vel og voru nemendur kátir við heimkomu.