Góðar gjafir
30.12.2016
Bókasafni skólans barst á dögunum góðar gjafir frá 30 ára stúdentum sem útskrifuðust fyrir jólin 1986. Um var að ræða tvær ljósmyndabækur ,,Andlit norðursins“ og ,,Fjallaland“ eftir hinn víðkunna ljósmyndara Ragnar Axelsson, RAX. Fjölbrautaskóli Suðurlands kann stúdentahópnum bestu þakkir fyrir þessa veglegu gjöf og óskar þeim velfarnaðar.