Góðgerðadagar í FSu

Nemendafélag skólans stendur í vikunni fyrir góðgerðadögum. Undirbúningur hefur staðið yfir lengi og verður fjölbreytt dagskrá í tengslum við þessa daga. Skólinn hefur verið skreyttur hátt og lágt og allskonar áskoranir og áheit eru farin af stað. Málefnið sem nemendafélagið einbeitir sér að að þessu sinni eru börn í neyð og tengist landssöfnun Rauða krossinn, Göngum til góðs.

Dagskrá næstu daga er svohljóðandi:

Miðvikudagur

11:05 Frumsýning sketsa íþróttaráðs í stofu 211– sketsinn sem sló næstum því í gegn á Busakvöldvökunni!
11:05 Flóamarkaður í Gryfjunni – Gefðu gömul föt til málefnisins og verslaðu þér ný á klink!
12:00 Önnur sýning sketsa íþróttaráðs - Stofa 211
12:30 Vöfflur 
13:00 Sketsar Íþróttaráðs - Stofa 211

Fimmtudagur
11:00 Kilroy kynnir sjálfboðaliðastarf
11:10 Sketchar íþróttaráðs - Stofa 211
20:00 Góðgerðakvöldvaka - Þorsteinn Guðmundsson o.fl.

Föstudagur
10:00 Nemendur vs. Kennarar – Góðgerðaleikur í Iðu. Keppt um Góðgerðabikarinn.
10:30 Áskoranir framkvæmdar í hálfleik á Góðgerðaleik
12:20 Aragrúi flytur tónlistaratriði í miðrými

Laugardagur
10:00-16:00 Gengið til góðs – Gengið í hús og peningum fyrir Rauða Krossinn