Góðgerðardagar haldnir í fjórða sinn
Vikuna 5.- 9. október fór góðgerðarvika NFSu fram í fjórða sinn. Í þessari viku gafst nemendum tækifæri á að skora á hvorn annan eða jafnvel kennara að gera eitthvað sem kostaði það að fara aðeins út fyrir þægindaramman með því að leggja pening undir og aðrir nemendur gátu síðan sett pening undir sömu áskorun. Nú er FSu sérlegur styrktaraðili SOS barnaþorpsins Jos í Nígeríu og renna öll framlög beint til uppbygginar þorpsins. Vikan byrjaði með því að skólinn var skreyttur hátt og lágt og gríðarstórum sparibauk komið fyrir í miðrými sem nemendur gátið sett frjáls framlög í. Aron Hinkrisson hélt erindi um gildi þess að gera öðrum gott. Fulltrúar frá SOS Barnahjálp kynntu starfsemi SOS banraþorpa. Á miðvikudeginum var Karnival þar sem öll ráð nemendaráðsins voru með bás. Þar gátu nemendur spreytt sig á léttum þrautum fyrir klink. Haldið var Fifamót og bingó. Góðgerðardagarnir enduðu svo með lokahátíð í Iðu þar sem kennarar kepptu á móti nemendum í fótbolta og vítaspyrnukeppni auk þess sem áskoranir sem framkvæmdar höfðu verið í vikunni voru sýndar og aðrar framkvæmdar á staðnum. Boðið var upp á pylsur eftir hátiðina. Góðgerðardaganefnd var skipuð þeim Alexander Má Egan, Birtu Sólveigu, Gísla Frank Olgeirssyni, Ingveldi Önnu Sigurðardóttur, Stefanía Hrund Guðmundsdóttur og Ingva Marínó Gunnarssyni.
Á myndunum má sjá Þórarinn, aðstoðarskólameistara með sigurbikar eftir keppni í fótbolta milli nemenda og kennara og safntunnuna góðu. Fleiri myndir má finna á feisbúkksíðu skólans.