Góðir gestir í enskudeild
07.03.2010
2. mars síðastliðinn fékk enskudeild skólans og bóksalan góða gesti í heimsókn. Þar voru á ferðinni Kristín Einarsdóttir frá Pennanum, sem útvegar bóksölu FSu erlendar kennslubækur, og Charlotte Rosen Svenson frá Pearson útgáfufyrirtækinu, sem m.a. gefur út Total English enskukennsluseríuna sem notuð er í ýmsum þyngdarstigum á enskuáföngum, allt frá fornáminu upp í ensku 203/212. Charlotte sýndi okkur ýmsar bækur og hugmyndir að nýjungum og kennarar voru duglegir að koma með ábendingar um það sem betur mætti fara í Total bókunum. Það spillti svo ekki fyrir að Nanna sýndi snilldartakta með kaffibrauðinu sem skagaði hátt í meðal fermingarveislu.