Góður námsárangur
Að venju voru við brautskráningu síðastliðinn föstudag veittar viðurkenningar fyrir mjög góðan námsárangur í námsgreinum sem og viðurkenningar fyrir bestan heildarárangur í námi. Sara Rós Kolodziej hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku, spænsku og efnafræði, Ingibjörg Sæunn Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku, frönsku og jarðfræði, Sigríður Embla Heiðmarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í félagsfræði, sögu og kór, Berglind Guðmundsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku, Bryndís Ósk Valdimarsdóttir fyrir góðan árangur í í stærðfræði, Sævar Gunnarsson fyrir góðan árangur í faggreinum húsasmíða, Marvin Helgi Magnússon fyrir góðan árangur í faggreinum rafiðna, Unnur Þórisdóttir fyrir góðan árangur í fimleikaakademíu, Agnes Eir Snæbjörnsdóttir, Kristín Lára Sigurðardóttir, Valdís Hrönn Jónsdóttir og Unnur Þórsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í leiklist og Karen Óskarsdóttir og Laufey Rún Þorsteinsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir þátttöku í félagsstörfum.
Viðurkenningu fyrir bestan heildarárangur hlaut Sara Rós Kolodziej, en fékk einnig námsstyrk frá Hollvarðasamtökum FSu. Á myndinni má sjá skólameistara og aðstoðarskólameistara ásamt Söru Rós.