Góður námsárangur
Að venju voru við brautskráningu síðastliðinn föstudag veittar viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur í námsgreinum sem og viðurkenningar fyrir bestan heildarárangur í námi. Anna Rut Arnardóttir fékk verðlaun fyrir frábæra ástundun í myndlist, sjónlistum og textíl, viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í þýsku og einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í náttúrufræði og raungreinum. Nína Guðrún Guðjónsdóttir fékk viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur í sálfræði, þýsku, ensku, heimspeki og íslensku. Íris Sverrisdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku og félagsfræði. Berglind Ólafsdóttir hlaut verðlaun fyrir ástundun og góðan árangur í stærðfræði. Auður Ingimundardóttir hlaut einnig verðlaun fyrir ástundun og góðan árangur í stærðfræði. Sigurður Ingi Magnússon hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í náttúrufræði og raungreinum. Einar Sindri Ólafsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í jarðfræði. Dagbjört Sævarsdóttir og Lovísa Dagmar Guðfinnsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir fyrir góðan árangur í spænsku. Guðbjörg Sigrún Stefánsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í verklegri og bóklegri hjúkrun. Karel Fannar Sveinbjörnsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í tölvufræði.
Verðlaun fyrir bestan heildarárangur hlaut Anna Rut Arnardóttir, en hún fékk einnig námsstyrk frá Hollvarðasamtökum FSu ásamt Nínu Guðrúnu Guðjónsdóttur.
Á myndinni má sjá frá vinstri Önnu Rut Arnardóttur, Olgu Lísu Garðarsdóttur skólameistara og Nínu Guðrúnu Guðjónsdóttur.