Góður námsárangur
Að venju voru við brautskráningu veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og bestan heildarárangur í námi. Bylgja Sif Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í sögu. Markús Árni Vernharðsson og Jakob Þór Eiríksson hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í frönsku. Elísa Björg Grímsdóttir og Telma Ósk Arnarsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku. Arnhildur Helgadóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í jarðfræði. Stefán Elí Gunnarsson hlaut sérstaka viðurkenningu frá HÍ fyrir góðan árangur í tungumálanámi. Albert Freyr Eiríksson hlaut viðurkenning fyrir góðan námsárangur, jákvætt og uppbyggilegt viðhorf til náms í viðskiptagreinum. Hallgrímur Davíð Egilsson fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í tölvufræði. Fanney Úlfarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir afburða frammistöðu og ástundun í uppeldisfræði. Sara Árnadóttir hlut viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði og sérstaka viðurkenningu fyrir árangur í stærðfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Viðurkenningu fyrir bestan heildarárangur á stúdentsprófi við FSu hlaut Brynja Valgeirsdóttir. Einnig fengu fjórir nemendur peningagjöf frá Hollvarðasamtökum FSu, þær Brynja Valgeirsdóttir, Sara Árnadóttir, Valdís Bjarnadóttir og Fanney Úlfarsdóttir.
Markús Árni Vernharðason, Sara Árnadóttir og Margrét Harpa Jónsdóttir hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir frábær störf að félagsmálum við skólann.
Myndirnar tók Kristín Runólfsdóttir. Á efri myndinni má sjá skólameistara ásamt Brynju Valgeirsdóttur, dúx skólans. Á neðri myndinni eru frá vinstri: Fanney Úlfarsdóttir, Valdís Bjarnadóttir, Sara Árnadóttir og Brynja Valgeirsdóttir, en allar hlut þær viðurkenningu fyrir góðan námsárangur frá Hollvarðasamtökum FSu.